Austurdalur

Dags:

fös. 11. ágú. 2023 - þri. 15. ágú. 2023

Brottför:

Kringlumýri kl. 12:00.

  • Skáli / tjald

Austurdalur í Skagafirði er einstaklega gróðursæll og fagur. Þar vex skógur í hvað mestri hæð yfir sjávarmáli á Íslandi. Allnokkur byggð var í dalnum á árum áður en við andlát Helga Jónssonar bónda á Merkigili hvarf á braut síðasta sóknarbarn Ábæjarsóknar. 

Hópurinn hittist í Kakalaskála á Kringlumýri og er þar boðið upp á sögusýningu um Sturlungaöld. Frá Kakalaskála er hópnum ekið að skálanum Sesseljubæ þar sem verður gist fyrstu nóttina.

Frá Sesseljubæ liggur leiðin um Lönguhlíð sem víða er kjarri vaxin. Tjaldað verður við Fossá þar sem hún fellur hvítfyssandi niður í dalinn. Nýleg göngubrú er yfir Fossá og eftir nætursvefn er göngu haldið áfram í gegnum kjarr og skóglendi, með jökulána á vinstri hönd og bratta hlíð til hægri.

Gististaður næstu nótt er við Hildarsel, í tjöldum eða í skálanum. Þaðan er gengið að Ábæjarkirkju og í Merkigil þar sem gist verður síðustu nóttina. Daginn eftir gengur hópurinn um Merkigilið að Keldulandi þar sem hann verður sóttur.

Fararstjóri er Skagfirðingurinn Gísli Rúnar Konráðsson.

Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, flutningur á farangri milli skála og eftir atvikum að tjaldstað og skálagisting.

Verð 66.000 kr.

Nr.

2308L05