Bækistöðvaferð í Strút 60+

Dags:

mið. 9. ágú. 2023 - fös. 11. ágú. 2023

Brottför:

kl. 18:00 frá Mjódd

  • Skáli

Margir yngri sem eldri Útivistarfélagar eiga minningar frá gönguferðum að Fjallabaki. Ferðafélagið Útivist tekur áskorun frá hópi 60+ þátttakenda frá síðastliðnu sumri og bíður uppá bækistöðvaferð í skála félagsins, Strút, á syðra Fjallabaki. Þessi ferð er tilvalin fyrir eldri félaga sem vilja endurupplifa góðar minningar, sem og nýja félaga á virðulegum aldri sem langar að kynnast fagurri náttúru undir leiðsögn kunnugra.

Lagt af stað frá Mjódd á miðvikudegi og ekið í Strút. Eftir að hafa komið sér fyrir í skála er farið í u.þ.b. tveggja tíma göngu inn í Krókagil sem liggur inn í fjöllin skammt frá skálanum.

Daginn eftir verður haldið af stað í um það bil 10 km langa göngu, hækkun 300 m. Gengið í Hrútagil og þaðan á fjallið Kalda þar sem útsýni til norðurs er ægifagurt yfir til Kaldaklofsjökuls, Torfajökuls og að Mælifelli, til suðurs má sjá Strút, Öldufell og Mýrdalsjökul. Í góðu skyggni má einnig sjá Tindfjöll í vestri.

Einnig verður boðið uppá léttari göngu fyrir þá sem það vilja, farið að Hrútagili niður að Mælifellssandi, um 8 km leið. Þeir sem ekki hafa áhuga á gönguferð geta haldið kyrru fyrir í skálanum og notið kyrrðarinnar.

Heimferðardag verður lagt af stað kl. 9:00 og ekin svokölluð Snæbýlisleið niður í Skaftártungur. Gengið verður upp í Rauðabotn sem er gígur í Eldgjánni. Gangan tekur tæpa tvo tíma og er vel fyrirhafnarinnar virði.

Innifalið í verði er fararstjórn, akstur, tvær skálagistingar, heit sturta, auk sameiginlegra kvöldmáltíða bæði kvöldin.

Fararstjórar: Guðrún Frímannsdóttir, Sverrir Andresson og Steinar Frímannsson.

Verð 57.000 kr.

Nr.

2308L04