Dags:
þri. 25. júl. 2023 - fös. 28. júl. 2023
Brottför:
kl. 8:00 frá Mjódd.
Þessi viðburður er liðinn.
Beljandi jökulá, viðkvæmar mosabreiður, eldfjallajarðvegur og stórbrotnar hraunmyndanir eru það sem einkenna þessa sérstöku gönguleið.
Gangan hefst við eitt fegursta fjallavatn landsins, Langasjó. Þar er gengið á Sveinstind, en í góðu skyggni er þar útsýni yfir sunnanvert hálendið og um breiður Vatnajökuls. Gist í Sveinstindsskála sunnan við fjallið. Þaðan er haldið niður með Skaftá í Skælinga þar sem einstakar hraunmyndanir setja svip á umhverfið. Frá Skælingum er gengið á Gjátind og niður í Eldgjá. Gangan endar í Hólaskjóli þar sem gist er síðustu nóttina.
Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, flutningur á farangri milli skála og allar skálagisting.
Ferðalýsing og gátlisti.