Dags:
mið. 12. júl. 2023 - sun. 16. júl. 2023
Brottför:
kl. 8:00 frá Mjódd.
Dalastígur liggur um fáfarnar en heillandi slóðir að Fjallabaki. Í ár tökum við upp nýtt skipulag ferðarinnar með upphaf í Landmannahelli og endar gangan í Básum. Farið er með rútu og ekið að Landmannahelli þar sem gist er fyrstu nóttina. Þar yfir gnæfir Löðmundur sem býður upp á gott útsýni. Dagurinn er því nýttur til göngu á fjallið. Annan dag ferðarinnar er gengið undir Rauðufossafjöllum í Dalakofa þar sem er gist. Þaðan er svo gengið í skálann að Mosum skammt frá Markarfljóti. Loks er svo haldið yfir göngubrýr á Fremri-Emstruá og síðasti spölurinn í Bása genginn um lokaáfanga Laugavegarins.
Fararstjóri er Páll Arnarsson