Dags:
mið. 12. júl. 2023 - fös. 14. júl. 2023
Vatnaleiðin er þriggja daga gönguferð þar sem gist verður í tjöldum við vötn og læki.
Upphafsstaður göngunnar er við Hlíðarvatn og þaðan verður gengið yfir að Hítarvatni (16 km) þar sem tjaldað er til einnar nætur.
Annan daginn verður gengið frá Hítarvatni að Langavatni (23 km) þar sem gist verður seinni nóttina.
Síðasta daginn verður gengið að Hreðavatni (16 km) þar sem rúta sækir hópinn.
Fararstjóri er Páll Arnarsson