Langleiðin 2: Jórugil - Fjallið eina

Dags:

fös. 12. maí 2023 - sun. 14. maí 2023

Brottför:

kl. 8:00 frá Mjódd.

  • Skáli / tjald
Þessi viðburður er liðinn.

Ferðin hefst í Grafningi og endar við Krísuvíkurveg. Mögulegt er að gista í skálum á leiðinni eða tjalda. Í þessari lotu er farið um Hengilssvæðið og Bláfjallasvæðið. Frá Grafningi er gengið meðfram Jórutindi um Jórugil og yfir í Dyradal. Þaðan inn í Marardal og Engidal þar sem verður val um að tjalda eða gista í Múlaseli, ef pláss leyfir. Frá Engidal er gengið um Húsmúla, framhjá Hellisheiðarvirkjun og yfir þjóðveginn að Þrengslum.

Á þessum fyrstu tveimur dögum þarf að bera "allt" á bakinu þar til komið er að Hellisheiðarvirkjun og hægt að losa sig við byrgðar í trússbíl. Áfram verður haldið um skarðið milli Lambafells og Lambafellshnúks og eftir stikaðri leið sunnan Bláfjalla að Bláfjallaskála þar sem hægt verður að gista. Daginn eftir er farið um Grindarskörð, meðfram Lönguhlíð, Undirhlíðum og að Krýsuvíkurvegi þar sem rúta bíður. Þetta eru að mestu stikaðar leiðir Reykjavegar þó honum sé ekki fylgt að öllu leiti. Tekið verður mið af ástandi jarðvegar og öðrum náttúrufyrirbærum við leiðaval þegar nær dregur.

Fararstjórar eru Hrönn Baldursdóttir og Hákon Gunnarsson

Innifalið í verði er rútuferðir, trúss (þar sem því er við komið) og fararstjórn.

Ferð 1: 1.-2.apríl

dags.

km.

Meyjarsæti - Hrauntún - Rauðukusunes

1.apr

14

Rauðukusunes - Jórugil

2.apr

15

Ferð 2: 12.-14.maí

 

 

Jórugil - Dyradalur - Engidalur

12.maí

14

Engidalur - Bláfjallaskáli

13.maí

26

Bláfjallaskáli - Undirhlíðar - Fjallið eina

14.maí

20

Ferð 3: 9.-11.júní

 

 

Fjallið eina - Djúpavatn - Núpshlíð

9.jún

20

Núpshlíð - Þorbjörn

10.jún

17

Þorbjörn - Reykjanestá

11.jún

20

Verð 30.000 kr.

Nr.

2305L01