Laugavegur – hraðferð

Dags:

fim. 15. sep. 2022 - sun. 18. sep. 2022

Brottför:

Kl. 18:00 frá Mjódd

  • Skáli
Þessi viðburður er liðinn.

Hraðferð um Laugaveginn er tilvalin fyrir þá sem eru í þokkalegu gönguformi og vilja fara þessa fjölförnu leið á þeim tíma þegar fáir eru á ferli. Farið með rútu í Landmannalaugar á fimmtudagskvöldi og gist í skálanum þar. Á föstudegi verður gengið um Hrafntinnusker og niður í Hvanngil þar sem er gist. Þaðan verður gengið um Emstrur niður í Þórsmörk þar sem gist verður í skála í Básum. Þar bíður göngumanna grillveisla, varðeldur og ósvikin Básastemming. Á sunnudegi gefst færi á göngu um Goðaland áður en lagt verður af stað heim á leið.

Fararstjóri er Kristjana Birgisdóttir

Verð 72.000 kr.

Nr.

2209L01
  • Miðhálendi