Skálafellsjökull – Öræfajökull – skíðaferð

Dags:

fim. 21. apr. 2022 - mán. 25. apr. 2022

Brottför:

  • Tjald
Þessi viðburður er liðinn.

Hápunktur skíðagöngudagskrár Útivistar verður ferð á sunnanverðan Vatnajökul. Þetta er ferð fyrir fólk í góðu formi sem hefur nægjanlegt vald á gönguskíðum fyrir krefjandi ferð. Því er upplagt að nýta fyrri skíðagönguferðir Útivistar til að koma sér í form.

Ekið verður á eigin bílum að Smyrlabjörgum og er mælst til þess að þátttakendur fái sér gistingu þar eða annars staðar á svæðinu (gistikostnaður ekki innifalinn í verði ferðarinnar). Þar hittir hópurinn jeppadeild Útivistar sem er einnig á leið á Vatnajökul og fá þátttakendur far með þeim upp á Skálafellsjökul. Þaðan verður gengið á skíðum vestur á Öræfajökul og farið niður Hnappaleiðina. Gist í tjöldum á jöklinum.

Verð 48.000 kr.

Nr.

2204H02