Jógaferð í Kerlingarfjöll

Dags:

fös. 9. júl. 2021 - sun. 11. júl. 2021

Brottför:

  • Skáli

Útivist býður upp á þriggja daga (tveggja nátta) jógaferð í Kerlingarfjöll þar sem gist verður í notalegum skála, farið í gönguferðir um nágrennið alla dagana auk þess að stunda jóga. Jógað verður gert kvölds og morgna og eftir stað og stund yfir daginn.

Lagt verður af stað úr Reykjavík á eigin bílum kl. 8:30 á föstudagsmorgninum og ekið upp í Kerlingarfjöll (fært flestum bílum, allar ár brúaðar). Náttúrufegurð Kerlingarfjalla er margrómuð og munum við ganga um hverasvæði, á fjöll í nágrenninu, baða okkur í heitri uppsprettu og njóta náttúrunnar. Fararstjórar eru Þórlaug Sveinsdóttir og Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir, báðar sjúkraþjálfarar, jógakennarar og leiðsögumenn. Innifalið í verði er fararstjórn og skálagjöld.

Verð 31.000 kr.

Nr.

2107H03
  • Miðhálendi