Tindfjallahringur

Dags:

fim. 22. júl. 2021 - sun. 25. júl. 2021

Brottför:

auglýst síðar.

  • Skáli

Útivist býður núna í fyrsta sinn upp á skemmtilega hringleið eða þríhyrningsleið þar sem gengið er milli þriggja skála. Ekið er á eigin bílum að eyðibýlinu Fossi á Rangárvöllum. Bærinn er staðsettur ofan við Keldur við upphaf Fjallabaksleiðar syðri. Þangað er fært fyrir alla bíla en aka þarf rólega síðasta spölinn. Frá  Fossi er gengin einstaklega falleg leið upp með Eystri-Rangá í Hungurfit þar sem gist er fyrstu nóttina. Á öðrum degi er gengið úr Hungurfitjum á Tindfjöll og jaðri jökulsins fylgt í Tindfjallasel þar sem er gist. Síðasti göngudagurinn er svo frá Tindfjallaskála að bænum Fossi þar sem gangan hófst og gist þar síðustu nóttina. Leiðin liggur sunnan við Vörðufell og stefnan tekin á Litla Bláfell. Komið er að eyðibýlinu Rauðnefsstöðum sem fór í eyði eftir Heklugosið 1947. Farið á vaði yfir Eystri Rangá áður en komið er að Fossi.

Þessi ganga er þrír skór en hentar öllum göngumönnum í þokkalegu formi. Fyrsta dagleiðin er nokkuð drjúg eða á bilinu 23-25 km eftir leiðarvali. Á öðrum göngudegi er lagt á brattan upp í Tindfjöll og er hækkunin þar um það bil 600 metrar. Síðasta daginn er leiðin um 18,5 km á þokkalega þægilegu göngulandi.

Fararstjóri er Páll Arnarson

Nr.

2107L15
  • Miðhálendi