Langleiðin: Grímsstaðir á Fjöllum – Askja

Dags:

fös. 16. júl. 2021 - þri. 20. júl. 2021

Brottför:

auglýst síðar.

  • Skáli / tjald

Langleiðin heldur áfram en hún hófst í fyrra hjá Fonti á Langanesi. Þetta er í þriðja sinn sem þessi raðganga er í boði hjá Útivist en ólíkt fyrri göngum er nú gengið úr norð-austri til suð-vesturs. Nú í ár liggur leiðin um hálendið norðan Vatnajökuls. Yfir þurrasta og óbyggilegasta hluta landsins sem jafnframt er sá stórbrotnasti og mest framandi.

Fyrri áfangi árið 2021 er frá Grímsstöðum á Fjöllum í Dreka við Öskju og er áætluð vegalengd 114 km.

16. júlí                Grímsstaðir – Ferjuás, tjald  25 km.

17. júlí                Ferjuás – Grafarlandaá, tjald  25 km.

18. júlí                Grafarlandaá – Herðubreiðarlindir, skáli  20 km.  

19. júlí                Herðubreiðarlindir – Bræðrafell, skáli  22 km.

20. júlí                Bræðrafell – Dreki, skáli  22 km.

Fararstjóri er Hrönn Baldursdóttir

Nánari umfjöllun um Langleiðina.

Nr.

2107L11
  • Miðhálendi