Perlur í umhverfi Dalakofa AFLÝST

Dags:

mið. 15. júl. 2020 - lau. 18. júl. 2020

Brottför:

auglýst síðar.

  • Skáli
Þessi viðburður er liðinn.

Aflýst vegna ónógrar þátttöku.

Í samstarfi við Gústav Þór Stolzenwald efnir Útivist til tvegga daga gönguveislu um einstakt umhverfi Dalakofa, dagana 16 og 17 júlí.

Dalakofi er staðsettur í Vesturdölum á jaðri Torfajökulsöskjunnar og kúrir á fögrum bökkum Markarfljóts rétt norðan við Laufafell.

Fyrri daginn, 16. júlí, verður gengið með Rauðleitum fjöllum um kaldar uppsprettur, svarta kamba og hverabombur á vestur og norðurhluta svæðisins. Gangan tekur 7 til 9 tíma

Seinni daginn, 17. júlí, verður gengið með nafnlausum fossum, ljósum fjöllum og um reykfyllta dali á suður og austur hluta svæðisins. Gangan tekur 7 til 9 tíma.

Farastjóri verður Gústav Þór Stolzenwald. Hann hefur ferðast um þetta svæði í meira en hálfa öld og er því orðinn heimavanur. Saga svæðisins og Dalakofans verður þema gönguveislunnar ásamt draugasögum og kvæðaflutningi.

Báða dagana er gengið út frá Dalakofa og enda þar að kvöldi. Lagt verður að stað klukkan 09:00 báða morgna og komið aftur í skála um klukkan 17:00. Þátttakendur geta valið aðra eða báðar göngurnar og eins hvort þeir gisti eða ekki. Pláss er í Skálanum fyrir 25 manns og einnig er hægt að tjalda.

Þátttakendur verða að koma sér sjálfir í Dalakofann en hann er í 170 km fjarlægð frá Reykjavík, og 70 km fjarlægð frá Hellu svo það má reikna með minnst 3 tíma ökuferð. Ekið er inn á Fjallabaksleið syðri af Rangárvöllum vestan við Keldur. Farið um veg F210 þar til komið er að vegpresti sem vísar á  Dalakofann og Hrafntinnusker. Það þarf jeppa eða duglegan jeppling til að komast. Engar ár eru þó á leiðinni.

Innifalið í meðfylgjandi verði er skálagisting i Dalakofa 3 nætur og fararstjórn í 2 daga.

Verð 18.100 kr.

Nr.

2007L13
  • Miðhálendi