Lónsöræfi

Dags:

fös. 10. júl. 2020 - þri. 14. júl. 2020

Brottför:

auglýst síðar.

  • Skáli
Þessi viðburður er liðinn.

Ganga í stórkostlegu umhverfi um ein afskekktustu öræfi landsins. Litríkar og fjölbreyttar jarðmyndanir setja svip sinn á svæðið sem lætur engan ósnortinn.

1 dagur: Ekið á einkabílum að Smiðjunesi þar sem rúta tekur hópinn og flytur Höfn að Eyjabökkum. Gengið í skálann við Geldingafell.

2. dagur: Geldingafell - Vesturdalur - Egilssel.

3. dagur: Egilssel - Víðidalur - Tröllakrókar - Egilssel

4. dagur: Egilssel - Múlaskáli

5. dagur: Múlaskáli - Smiðjunes.

Fyrsta daginn er gengið frá Eyjabökkum yfir Foldalón á vaði og gengið upp með Háuklettum að Geldingafellsskála og gist þar. Vegalengd um 12 til 14 km.

Annan daginn er gengið frá Geldingafellsskála í Egilssel.

Gengið er norðan við Geldingafell um Vatnadæld og niður í Vesturdal og skoðaður þar undur fagur ónefndur foss. Því næst er gengið um Vatnshlíðar sunnan við Kollumúlaheiði og að Kollumúlavatni í Egilssel þar sem er gist. Það er hægt að baða sig í Kollumúlavatni. Vegalengd um 19 til 21 km.

Þriðja daginn er gengið í Tröllakróka og þeir skoðaðir og ef veður leyfir er farið á Tröllakrókahnaus. Þaðan liggur leiðin í Víðidal sem er grösugur dalur og ummerki um horfna tíma skoðuð áður en haldið er aftur í Egilssel. Vegalengd um 15 km.

Fjórða daginn er gengið frá Egilsseli í Múlaskála þar sem er gist síðustu nóttina. Gengið er að Tröllakrókum og niður með Kollumúla og Meingilstungu. Vegalengd um 10 km.

Síðasta daginn er gengið frá Múlaskála og niður í Lón. Gengið er um Illakamb og niður með Jökulsársgljúfri. Farið yfir göngubrú á Jökulsá á Lóni og síðan gengið niður með Jökulsársandi og niður í Smiðjunes þar sem bílarnir bíða. Vegalengd um 20 km.

Verð 48.000 kr.

Nr.

2007L09
  • Suðausturland