Dags:
sun. 5. júl. 2020
Brottför:
frá BSÍ kl. 08:00
Þessi viðburður er liðinn.
Dalastígur er ný gönguleið á fáförnum en virkilega áhugaverðum slóðum að Fjallabaki. Farið með rútu að Mosum skammt frá Markarfljóti. Þaðan verður gengið í Þverárgil og komið við í sérstæðum gististað gangnamanna í hellisskúta. Áfram er haldið í skálann í Hungurfitjum þar sem gist verður fyrstu nóttina. Frá Hungurfitjum er gengið upp Skyggnishlíðar að Skyggnisvatni, síðan að Laufavatni í Laufahrauni og áfram í Dalakofann þar sem verður gist. Leiðin frá Dalakofanum liggur yfir norðanverðan Svartakamb að Rauðufossafjöllum. Þar er sérkennileg uppspretta Rauðufossakvíslar og verður ánni fylgt niður fyrir Rauðufossa. Þaðan verður gengið í Landmannahelli og gist þar. Leiðin áfram í Landmannalaugar liggur um Hellismannaleið.