Horn í Horn: Skatastaðir – Borðeyri

Dags:

fös. 29. jún. 2018 - mið. 4. júl. 2018

Brottför:

auglýst síðar.

  • Tjald
Þessi viðburður er liðinn.

Gangan Horn í Horn frá suðaustri til norðvesturs heldur áfram og er nú leiðin hálfnuð. Á þessu ári verður gengið frá Skagafirði að Gilsfirði og verður farið í tveimur áföngum. Fyrri áfangi tekur sex daga með ferðum til og frá Reykjavik og seinni áfanginn tekur eina helgi frá föstudagssíðdegi fram á sunnudagskvöld. Gist verður bæði í tjöldum og í skálum og trússað alla dagana.

Í fyrri áfanga 29. júní til 4. júlí er ekið á eigin bílum að Borðeyri þar sem hópurinn verður sóttur og ekið að Skatastöðum í Austurdal í Skagafirði þar sem gangan endaði í fyrra. Eftir stutta áningu er gengið af stað norður eftir Austurdal meðfram hinum fallegu og tilkomumiklu gljúfrum Austari Jökulsár. Við göngum meðfram gljúfrinu þar sem það er þrengst og fallegast. Rétt um það leyti sem við sjáum heim að bænum Merkigili hefjum við uppgöngu og sneiðum yfir Hlíðarfjall yfir í Vesturdal þar sem tjaldað verður fyrstu nóttina. Leiðin liggur síðan í vestur að Aðalsmannsvatni, norður fyrir Blöndulón og um heiðar Húnavatnssýslna að Hrútafirði. Búast má við vöðum á leiðinni en engar stórar ár. Gangan endar við Borðeyri. 

Dagleiðir eru áætlaðar svona:

1. Skatastaðir - Goðdalir, 13 km. Gist í tjöldum.
2. Goðdalir - Aðalsmannsvatn, 24 km. Gisting tjöld/skáli val. Bugaskáli.
3. Aðalsmannsvatn - Öldumóðuskáli, 27 km. Gist í skála.
4. Öldumóðuskáli - Haugakvíslarskáli, 23 km. Gist í tjöldum.
5. Haugakvíslarskáli - Núpsá, 25 km. Gist í tjöldum.
6. Núpsá - Borðeyri, 26 km.

Verð 66.000 kr.
Verð 66.000 kr.

Nr.

1806L02
  • Norðvesturland