Setur - Leppistungur

Dags:

lau. 9. mar. 2024 - sun. 10. mar. 2024

Brottför:

Brottför:  kl. 08:00 frá Olís við Rauðavatn

  • Skáli

Farið verður frá Reykjavík að morgni laugardags og ferðinni heitið á Kjöl. Á Kjalvegi verður afleggjarinn til austurs í átt að Kerlingafjöllum ekinn og stefnan tekin á Gýgjarfoss. Í Fjöllunum verður síðan áð og notið. Að kaffisopa loknum liggur leiðin til austurs fyrir norðan Snækoll og Loðmund, yfir Illahraun í átt að Setri, þar sem gist verður um nóttina. Á sunnudagsmorgni liggur leiðin í suðurátt undir Þverbrekkum í átt að Kisubotnum. Eftir að hafa átt við vöðin á Kisu höldum við upp á suðursvæði Kerlingafjalla með viðkomu í Klakk og Kerlingagljúfri. Leppistungurnar verða eknar og áð í Svínárnesi. Suður Hrunamannaafrétt verður haldið með Gullfoss í vesturátt. Leið okkar liggur síðan gegnum Flúðir og heimleiðis.

Farastjóri: Þórarinn Eyfjörð

Verð 19.900 kr.

Nr.

2403J01