Sumarleyfisferð jeppadeildar. Á slóð útilegumanna

Dags:

mið. 2. ágú. 2023 - sun. 6. ágú. 2023

Brottför:

kl. 10:30 frá Hrauneyjum. 

  • Tjald
Þessi viðburður er liðinn.

Sögur af útilegumönnum á Íslandi eru í senn heillandi og ævintýralegar. Um tvenns konar sögur er að ræða. Annars vegar þær sem eru hluti af þjóðsagnaarfinum, sögur af grimmum mönnum sem lifðu sældarlífi í grösugum dölum inn á hálendinu. Draup þar smjör af hverju strái og voru sauðir stórir sem naut. Hins vegar eru þær sögur sem byggja á sönnum atburðum og raunverulegu fólki. Þar koma þau Fjalla-Eyvindur og Halla mikið við sögu. Í þessari ferð skoðum við nokkra þeirra staða þar sem útilegumenn bjuggu sér ból eða talið er að þeir hafi hafist við. Ferðin hefst í Hrauneyjum þaðan sem haldið er í Veiðivötn og síðan áfram norður Sprengisand og inn á hálendið norðan Vatnajökuls með viðkomu á nokkrum sögulegum slóðum. Ferðalok eru á tjaldsvæðinu í Atlavík.

Ferðin er skipulögð sem tjaldferð en jafnan er gist í nágrenni við fjallaskála og geta þeir sem það kjósa frekar pantað sér gistingu í skálunum.

Fararstjóri: Skúli H. Skúlason.

Áætlað ferðaplan:

2. ág. Brottför frá Hrauneyjum kl. 11. Ekið í Veiðivötn og að Hreysinu. Þaðan er farið meðfram vötnunum og yfir Þórisós inn á Sprengisandsleið. Ekið um Kvíslaveituveg að Eyvindarveri. Náttstaður í Nýjadal.

3. ág. Úr Nýjadal farið um Gæsavatnaleið eða Dyngjuleið í Herðubreiðarlindir. Hér er farið um seinfarna og grófa vegi og má búast við að hægt sé farið yfir.

4. ág. Dvalið í Herðubreiðalindum, tekinn rúntur í Öskju og gengið að Víti. Áhugasamir um hæstu tinda geta nýtt daginn í að ganga á Herðubreið, en ekki verður boðið upp á formlega leiðsögn á fjallið. Gist aðra nótt í Herðubreiðarlindum.

5. ág. Ekið í Hvannalindir og rústirnar þar skoðaðar. Þaðan verður farið í Snæfell með viðkomu í Laugavalladal og Dimmugljúfrum. Gist við Snæfellsskála.

Dagur 5 sun 6. ág.
Ekið á Egilsstaði. Síðustu nóttina verður tjaldað í Atlavík þar sem verða ferðalok.

  • Fundur með þátttakendum verður haldinn í aðdraganda ferðar þar sem m.a. er farið yfir búnað bíla, almennan búnað, umgengni í skálum o.fl. Fundartími auglýstur síðar.
  • Nauðsynlegt er að vera með VHF rás Útivistar í öllum bílum.
  • Allir forráðamenn bíla verða að vera félagsmenn í Útivist.
  • Innifalið í verði er fararstjórn. Verð er pr. bíl.

 

Verð 20.000 kr.

Nr.

2308J01
  • Miðhálendi