Sumarleyfisferð jeppadeildar

Dags:

mán. 5. júl. 2021 - fim. 8. júl. 2021

Brottför:

auglýst síðar.

  • Skáli
Þessi viðburður er liðinn.

Að þessu sinni þá verður ferðinni heitið á hálendið norðan Hofsjökuls. Lagt verður upp frá Varmahlíð í Skagafirði mánudaginn 5. júlí kl. 10.00. Ekið er suður Skagafjarðarveg í átt að Goðdalafjalli, en vegurinn upp á fjallið er eilítið sunnan við Svartárdal í Skagafirði. Ferðinni er heitið í Skiptabakkaskála, en sá skáli er í eigu 4x4 klúbbsins í Skagafirði og er einstaklega vistlegur. Á þriðjudeginum er ekið í átt að Hofsjökli og stefnt á Eyfirðingaveg hjá Jökultungum rétt vestan við Krókafell. Hjá Sátu er aftur stefnt norðureftir Eyvindarstaðaheiði, framhjá Syðra- og ytra Skiptafellum og stefnt á Bugavatn (Aðalmannsvatn) og gist í Bugaskála. Á miðvikudeginum verður síðan haldið yfir í Mælifellsdal þaðan í Kiðaskarð með viðkomu á Þrándarhlíðarfjalli. Síðan liggur leiðin í Svartárdal í A-Húnavatnssýslu og komið við í Stafnsrétt. Upp á Eyvindarstaðaheiði er haldið enn á ný og hún ekin suður, framhjá Galtará og Blöndulóni og fram að Ströngukvíslarskála þar sem gist verður síðustu nóttina. Um morguninn verður haldið að stíflunni á Blöndulóni og þar endar ferðin. Áhugasamir hafa þá möguleika á að velja Kjalveg til heimfarar ef ferðalangar stefna á Suðurland.

Í þessari ferð er lögð áhersla á að njóta ferðalagsins um einhverjar fallegustu heiðar landsins. Í góðu veðri er fjalla- og jöklasýnin með eindæmum. Lögð er áhersla á að ferðalangar komi með gott nesti þannig að bragðgóðar pásur verði yfir daginn og allir geti töfrað fram fyrirtaks kvöldverð í lok ferðar dag hvern.

Fararstjóri leggur áherslu á að ef illa viðrar og rigningartíð vond, þá getur skipulag og ferðatilögun tekið breytingum.

Fararstjóri: Óskar Ólafsson, bóndi Svartárdal A-Húnavatnssýslu.  

Verð 28.000 kr.

Nr.

2107J01