Vorferð jeppadeildar á Vatnajökul

Dags:

fim. 23. apr. 2020 - sun. 26. apr. 2020

Brottför:

kl. 08:30 frá  Smyrlabjörgum

  • Skáli

Hin stórskemmtilega árlega vorferð um Vatnajökul er ein vinsælasta ferð jeppadeildarinnar. Ferðinni er nú heitið á austurjökulinn. Ferðin hefst að morgni fimmtudags frá Smyrlabjörgum en gisting nóttina áður er á ábyrgð hvers og eins. Ekið verður á Goðabungu og þaðan haldið í Snæfellsskála þar sem verður gist. Á föstudeginum verður ekið um öræfin austur af Vatnajökli með viðkomu í Egilsseli og Tröllakrókum. Kannaðar verða leiðirnar á Þrándarjökul og Hofsjökul eystri.   

Farið verður niður Hraun, yfir Eyjabakkastífluna og um Snæfellsfjallgarðinn aftur í Snæfellsskála.

Á laugardeginum verður dagurinn tekin snemma og ekið í Kverkfjöll þar sem farið verður í bað í Hveragili. Þaðan verður svo ferðinni  haldið áfram á Grímsfjall og gist þar. Sunnudagurinn verður notaður til heimferðar frá Grímsfjalli, hefðbundna leið um Jökulheima í Hrauneyjar þar sem ferðinni lýkur.

Fararstjóri er Þórarinn Eyfjörð

Verð 31.000 kr.

Nr.

2004J02