Þrettándastuð í Þórsmörk. Jeppa- og gönguskíðaferð

Dags:

lau. 5. jan. 2019 - sun. 6. jan. 2019

Brottför:

kl. 10:00 frá Hvolsvelli.

Hvað er betra en að enda jólin í Básum á Goðalandi og fagna nýbyrjuðu ferðaári? Þórarinn Eyfjörð formaður Útivistar er fararstjóri í þessari skemmtilegu ferð og víst er að gítarinn verður með í för (a.m.k. tveir). Brenna, flugeldar, áramótasöngvar og kvöldvaka.

Kröfur um útbúnað bíla fara eftir færð og aðstæðum.

Verð 9.000 kr.

Nr.

1901J01