Móskarðshnjúkar, kynningarferð með Fjallförum

Dags:

lau. 13. sep. 2025

Brottför:

Hist við bílastæði Framhaldsskólans í Mosfellsbæ kl. 8:30

Fjallfarar verða með ókeypis kynningarferð á Móskarðshnjúka laugardaginn 13. september.

Frítt er í ferðina og þátttakendur koma á eigin bílum. Nauðsynlegt er að skrá sig hér á síðunni.

Dagskrá:

8:30 Hittast við bílastæði Framhaldsskólans í Mosfellsbæ (FMOS).         

8:40 Brottför frá FMOS. Ekið að upphafstað göngu, rétt fyrir neðan Skátaskálann Þrist (ekið fram hjá Hrafnhólum að bílastæði sem er rétt hjá ármótum Þverár og Skarðsár)

9:00 Ganga hefst (ca. tími).  Gengið verður á Móskarðshnjúka (805 m) og í Svínaskarð.  Förum yfir skarðið og til baka aftur.  Fylgjum fornri þjóðleið milli Kjósar og Mosfellssveitar að upphafstað göngu.  Gangan er ca. 10 km með ca. 1.000 metra hækkun.  Áætlaður göngutími er 4-5 klst.

13:30 Að bílastæði.

14:00 Við FMOS

Nr.

2509P03
  • Suðvesturland