Tjaldferð: Kvígindisfell - Hvalvatn - Svartagil

Dags:

fös. 27. sep. 2024 - sun. 29. sep. 2024

Brottför:

frá Mjódd kl. 17:00

  • Tjald

Lagt af stað frá Mjódd á föstudegi kl. 17:00 og ekið um Þingvelli, Uxahrygg og að Kvígindisfelli. Gengið er með allt á bakinu í um 2 km og tjaldað. Daginn eftir verður gengið um 16 km vestur fyrir fellið og að Hvalvatni. Gengið austur með vatninu og tjaldað næstu nótt við sunnanvert Hvalvatn með stórbrotið útsýni til Hvalfells og Botnsúlna. Á sunnudeginum er gengið um 15 km um Hvalskarð niður á gönguleiðina yfir Leggjarbrjót og henni fylgt að Svartagili í Þingvallasveit.

Fararstjóri - Hrönn Baldursdóttir

Verð 24.000 kr.

Nr.

2409H02