Grill og gaman í Básum

Dags:

fös. 15. sep. 2023 - sun. 17. sep. 2023

Brottför:

kl. 18:00 frá Mjódd

  • Skáli
Þessi viðburður er liðinn.

Að loknu góðu ferðasumri liggja allar leiðir í Bása til að taka á móti haustinu. Á þeim tíma er einstakt að heimsækja Goðaland því þá gleðja haustlitirnir augað hvert sem litið er. Gönguferðir og holl útivist er einkenni ferðarinnar og því verður farið í góða göngu um Goðaland. Gönguleið verður valin eftir veðri og aðstæðum. Athugið að ferðin er skráð 1 skór en ekki er ólíklegt að boðið verði upp á göngu sem telst 2 skór. Á laugardagskvöldi verður grillveisla og varðeldur að hætti Útivistar.

Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, skálagisting og grillveisla á laugardagskvöldið.

Fararstjórar eru Jóhanna Benediktsdóttir og Guðrún Frímannsdóttir.

Upplýsingar um Bása

Verð 39.500 kr.

Nr.

2309H01