Dags:
fös. 30. jún. 2023 - sun. 2. júl. 2023
Brottför:
kl. 18.00 frá Olís við Rauðavatn
Í Tindfjöllum rísa hæst tindarnir Ýmir (1464m) og Ýma (1448m). Í góðu veðri er stórkostlegt útsýni þaðan yfir Þórsmörk og Fjallabak, allt til Hrafntinnuskers og Háskerðings.Einnig blasir Suðurland við og Hekla virðist næstum innan seilingar.
Brottför á föstudagskvöldi kl. 18. Ekið á eigin bílum í Fljótsdal. Þaðan er gengið í Tindfjallasel sem er um 2 tíma gangur en farangur verður trússaður í skála.
Gengið á Ými og Ýmu á laugardeginum. Leiðin liggur um Saxaskarð og Brúarskarð, yfir jökulskallann að sunnanverðum Ými og upp skarðið sem skilur að tindana tvo. Á sunnudeginum verður farin léttari ganga áður en haldið verður í til byggða.
Vegalengd 14–16 km. Hækkun ca. 700 m. Göngutími 6-8 klst.
Upplýsingar um Tindfjallasel