Dags:
fös. 24. jún. 2022 - sun. 26. jún. 2022
Brottför:
Kl. 17:00 frá Mjódd
Þessi viðburður er liðinn.
Um Jónsmessuhelgina er mikið um að vera á Fimmvörðuhálsi og í Básum. Þá er hin árlega Jónsmessuganga Útivistar yfir Fimmvörðuháls. Þessi ferð er einn af hápunktunum í starfi Útivistar ár hvert og allt kapp lagt á að gera hana ánægjulega fyrir alla þátttakendur. Lagt er af stað frá Reykjavík á föstudagskvöldi og gengið yfir Hálsinn um nóttina. Á leiðinni er stoppað á völdum stöðum og boðið upp á hressingu. Í dögun á laugardegi koma göngumenn niður í Bása þar sem tími gefst til að hvílast um stund. Um kvöldið er slegið upp grillveislu og kveiktur varðeldur þar sem Útivistargleðin ríkir.
Fullbókað kl. 17 en laust í brottför frá Olís Norðlingaholti kl. 17.45
Nánari leiðarlýsing
English version