Jónsmessuganga á Fimmvörðuháls (skáli kl. 17)

Dags:

fös. 19. jún. 2020 - sun. 21. jún. 2020

Brottför:

frá BSÍ kl 17.

  • Skáli

Um Jónsmessuhelgina er mikið um að vera á Fimmvörðuhálsi og í Básum. Þá er hin árlega Jónsmessuganga Útivistar yfir Fimmvörðuháls. Þessi ferð er einn af hápunktunum í starfi Útivistar ár hvert og allt kapp lagt á að gera hana ánægjulega fyrir alla þátttakendur. Lagt er af stað frá Reykjavík á föstudagskvöldi og gengið yfir Hálsinn um nóttina. Á leiðinni er stoppað á völdum stöðum og boðið upp á hressingu. Í dögun á laugardegi koma göngumenn niður í Bása þar sem tími gefst til að hvílast um stund. Um kvöldið er slegið upp grillveislu og kvöldvöku þar sem Útivistargleðin ríkir.

Hægt er að velja um brottför kl. 17 eða kl. 18. Þú hefur valið bókun með brottför kl. 17 á föstudagskvöldi.

Fullbókað í skála í augnablikinu, hægt að bóka sig á biðlista í skála á utivist@utivist.is

Verð 35.000 kr.

Nr.

2006H01AS
  • Suðurland