Fjölskylduferð í Bása í vetrarfríinu

Dags:

fös. 25. okt. 2019 - sun. 27. okt. 2019

Brottför:

frá BSÍ kl. 10:00

  • Skáli
Þessi viðburður er liðinn.

Fjölskylduferðin er skipulögð þannig að börnin skemmti sér vel og hafi nóg fyrir stafni. Tímanum varið í könnunarferðir um svæðið, þrautir og leiki. Á kvöldin er spilað, efnt til sögustunda og himininn kannaður allt eftir því hvernig veðrið verður. Kannski farið í ratleik.

50% afsláttur fyrir börn 7-16 ára og frítt fyrir yngri en 7 ára.

Fararstjórar verða Kristjana Kristjánsdóttir og Jóhanna Benediktsdóttir:

Við verðum með gönguferðir sniðnar að börnunum, förum Básahringinn og upp í Fjósafuð og það verður pulsuveisla á föstudeginum kl 18.00 í boði Útivistar. Um kvöldið verður kvöldvaka með leikjum og kannski spurningakeppni.

Á laugardeginum verður farið í göngu upp í Básaskarð, á Réttarfellið og að útsýnisskífunni og gengið niður sömuleið.

PÁLÍNUBOÐ verður í eftirmiddag á laugardeginum, sem þýðir að allir komi með eitthvað og leggi á borðið.

En fólk sér sjálft um sinn kvöldmat á laugardagskvöldið. Síðan verður kvöldvaka með leikjum.

Á sunnudeginum ætlum við að ganga inn Steinholtsdal og skoða tröll og álfabyggðir.

Verð 29.000 kr.

Nr.

1910H01
  • Suðurland