Prjónaferð í Bása

Dags:

fös. 20. sep. 2019 - sun. 22. sep. 2019

Brottför:

frá BSÍ kl. 17:00

  • Skáli

Hvar er betra að sitja og prjóna á notalegu haustkvöldi en í upplýstum skála? Kannski úti undir berum himni? Útivist slær upp ljúfri prjóna- og gönguveislu í Básum. Áhugaverðir fyrirlestrar af ýmsum toga, prjónahópar og gönguferðir en síðast en ekki síst grillveisla og kvöldvaka með söng og gleði að hætti Útivistar. Innifalið í þátttökugjaldi er far með rútu, gisting, leiðsögn, fyrirlestrar og grillveisla.

Fararstjóri er Guðmundur Örn Sverrisson.

Verð 27.400 kr.
Verð 27.400 kr.

Nr.

1909H02
  • Suðurland