Skagafjörður og Tröllaskagi

Dags:

fös. 31. ágú. 2018 - sun. 2. sep. 2018

Brottför:

  • Skáli
Þessi viðburður er liðinn.

Brottför er seinnipart á föstudegi. Farið er á einkabílum og gist tvær nætur í húsi. Á laugardegi er gengið á Glóðafeyki, en það er þægileg ganga og fagurt útsýni í björtu veðri. Eftir göngu er Kakalaskáli heimsóttur og vettvang Haugsnesbardaga skoðaður, en þar mun Sigurður Hansen fræða okkur um safnið innanhúss og utan, sögu Sturlungu og orustuna á Haugsnesi með einstaklega lifandi frásögn. Á sunnudeginum verður annað hvort Bólufossar skoðaðir eða gengið á Mælifellshnjúk.

Fararstjóri Snorri Sigurðsson.

Verð 16.000 kr.

Nr.

1808H05
  • Norðvesturland