Kerlingarfjöll

Dags:

fös. 17. ágú. 2018 - sun. 19. ágú. 2018

Brottför:

kl. 8:00

  • Tjald
Þessi viðburður er liðinn.

Sameinast í bíla við Olís við Rauðavatn, en farþegar í bílum taka þátt í eldsneytiskostnaði.  Fyrsta daginn verður gengið frá Ásgarði í neðri Kisubotna þar sem gist verður í tjöldum. Vegalengdin er um 15 km. Næsta dag verður farið í Hverabotn þar sem aftur verður slegið upp tjaldbúðum. Þessi dagleið er um 20 km. Farið verður á milli Ögmundar og Hattar. Ef vel viðrar má ganga á annað hvort fjallið. Seinasta daginn verður farið úr Hverabotnum fram hjá Mæni, Snækolli og um Hveradali. Endað verður aftur í Ásgarði og ef áhugi er fyrir því er hægt að skella sér í heita lækinn. Í þessari ferð færðu allt sem þú hefur ekki fengið í sumar: að bera allt á bakinu, tjalda, vaða og vera í frábærum félagsskap á frábærum stað.

Hætt við ferðina, ekki næg þátttaka.

Verð 12.000 kr.

Nr.

1808H03
  • Miðhálendi