Aðventuferð

Dags:

fös. 24. nóv. 2017 - sun. 26. nóv. 2017

Brottför:

frá BSÍ kl. 19:00.

  • Skáli
Þessi viðburður er liðinn.

Aðventuferðirnar í Bása eru alltaf frábær skemmtun bæði fyrir börn og fullorðna. Vetrarríkið skartar sínu fegursta og einhverjum sögum fer af því að jólasveinum bregði fyrir í fjöllunum og jafnvel fleiri meðlimum þeirrar fjölskyldu. Þegar skyggja tekur verður sest að jólahlaðborði og blásið til kvöldvöku.

Ert þú búin(n) að tryggja þér og þínum pláss !!!

Norska veðurspáin telur að veðrið í Aðventuferðinni verði eins og best er á kosið, sól og frost og lítill vindur.


Frítt fyrir börn til 6 ára og börn 7-17 ára greiða hálft gjald.

Innifalið: Rútur, skálagistingar og fararstjórn.

Fararstjórar Emilía Magnúsdóttir og Marrit Meintema.


Verð 32.500 kr.
Verð 25.000 kr.

Nr.

1711H01
  • Suðurland