Afmælishátíð í Básum

Dags:

fös. 14. ágú. 2015 - sun. 16. ágú. 2015

Brottför:

kl. 17:00.

  • Skáli / tjald
Þessi viðburður er liðinn.

Fjörtíu ára afmæli Útivistar fagnað í Básum. Fjölbreytt dagskrá með göngum, hátíðardagskrá, varðeldi og kvöldvöku.

Hægt er að velja um eftirfarandi göngur:

- Hestagötur og Foldir.  Brottför úr Básum kl. 10:00

- Útigönguhöfði.  Brottför úr Básum kl. 10:00

- Rjúpnafell.  Brottför úr Básum kl. 9:00

Sjálf afmælisveislan hefst svo kl 16 með kökuhlaðborði frá Kaffinefnd Útivistar, þeirri sömu og hefur veg og vanda af margrómuðum veitingum á myndakvöldum. Litið verður yfir farinn veg í 40 ára sögu félagsins.

Hver og einn sér um sinn mat en kveikt verður upp í grilli á staðnum og hægt að hafa afnot af því.  Um kvöldið verður varðeldur og söngur eins og Útivistarfólki sæmir.

Innifalið í verði eru rútuferðir, þátttaka í göngum og dagskrárliðum og gisting í skála.

Þeir sem vilja koma á eign bílum í hátíðarhöldin er bent á að skrá sig hér.

Verð 28.000 kr.
Verð 22.000 kr.

Nr.

1508H03
  • Suðurland