Dags:
mið. 30. ágú. 2023 - mið. 13. des. 2023
Brottför:
Fjallfarar Útivistar er hópur sem gengur saman eina dagsgöngu og eina kvöldgöngu í mánuði. Hópurinn
er fyrir fólk sem hefur reynslu af gönguferðum og vill ganga dagleiðir sem eru í meðallagi langar og
með nokkurri hækkun. Dagskráin yfir árið er tvískipt og verður einn hópur frá janúar til maí og annar
frá september fram í desember. Gönguleiðirnar eru fjölbreyttar að lengd og á hinum ýmsu svæðum.
Dagsgöngurnar eru að jafnaði annan laugardag í mánuði og miðvikudagsganga mánaðarins 11 dögum síðar. Ef veðurútlit er óheppilegt á laugardeginum verður gangan færð yfir á sunnudag sömu helgi. Farið er á eigin bílum í flestar göngurnar en í einstaka ferðir er farið með rútu. Í kvöldgöngunum er gengið af stað kl. 18 og þarf þá að vera búið að keyra að upphafsstað göngunnar. Þegar farið er í dagsgöngurnar er hist á fyrirfram ákveðnum stað á milli kl. 8:00 og 9:00 og svo keyrt í samfloti að göngubyrjun.
Göngur Fjallfara eru frá miðlungs erfiðum upp í erfiðar göngur (2-3 skór). Mikilvægt er að hafa viðeigandi útbúnað og fatnað og hafa reynslu af því að nota hann. Þátttakendur fá útbúnaðarlista og nánari upplýsingar um hverja göngu í sérstökum facebook hópi Fjallfara eða með tölvupósti fyrir þá sem þess óska.
Dagskrá haustönn 2023:
Áskilinn er réttur að breyta dagskrá meðal annars vegna veðurs eða annarra aðstæðna.
30.ágú |
Kvöldferð |
Stóri Meitill |
8.-10. sept. |
Helgarferð |
Dalakofinn |
20. sept. |
Kvöldferð |
Krýsuvík |
30. sept. |
Dagsferð |
Kvígindisfell - Hvalvatn |
14.okt. |
Dagsferð |
Bláfjallahringur |
25.okt. |
Kvöldferð |
Sandfell á Sandskeiði |
11.nóv. |
Dagsferð |
Innsti dalur - Reykjadalur |
22.nóv. |
Kvöldferð |
Gönguleið í úthverfi höfuðborgarsvæðisins |
2.des. |
Dagsferð |
Strandakirkja - Þorlákshöfn |
13.des. |
Kvöldferð |
Aðventuferð út í Gróttu |