Dags:
mið. 12. ágú. 2020 - sun. 27. jún. 2021
Brottför:

Fjallfarar Útivistar
Fullbókað er í Fjallfara. Þú getur skráð þig á biðlista með því að senda póst á utivist@utivist.is.
Fjallfarar henta þeim sem þegar hafa tekið sín fyrstu skref í fjallgöngum og útivist og vilja ferðast drjúgar dagleiðir og krefjandi kvöldgöngur í góðra vina hópi. Byrjendum og skemur komum bendum við á Útivistarlífið. Rík áhersla er lögð á liðsheild og félagsanda meðal Fjallfara.
Um er að ræða 10 kvöldgöngur, 9 dagsferðir og eina helgarferð. Í kvöldferðum sameinast hópurinn í bíla en í öðrum ferðum verður ýmist ferðast í rútu, sameinast í bíla eða hvoru tveggja. Allajafna er brottför í kvöldgöngur kl. 18:00 á miðvikudegi og dagsferðir kl. 8:00 á laugardegi. Athugið að rútur í þeim ferðum sem þær eru notaðar eru innifaldar í þátttökugjaldinu.

Lokaferðin er spennandi helgarferð á Skaftárafrétti þar sem gist verður í Hólaskjóli. Ekið er á einkabílum að Hólaskjóli á föstudegi en rúta ekur hópnum að upphafsstað göngunnar. Gengið verður m.a. á Gjátind, um Eldgjá og að skála Útivistar í Álftavötnum. Innifalið í þátttökugjaldi er fararstjórn, hálendisakstur, tjaldsvæði, morgunverður og grillveisla á laugardagskvöldi. Hægt er að uppfæra í skálagistingu fyrir 9.900 krónur á mann fyrir báðar nætur ef bókað er í gegnum Útivist fyrir 1.7.2020 en vert er að nefna að um aðkeypta gistingu er að ræða og ekki er hægt að nota gjafabréf hjá Útivist fyrir skálagjöldum í Hólaskjóli.
Þátttökugjald eru 68.000 krónur. Veittur er forskráningarafsláttur ef bókað er fyrir 15. júní 2020 er þátttökugjald í forskráningu 62.900 krónur. Óafturkræft staðfestingargjald í Fjallfara eru 25% af þátttökugjaldi.
Athugið að þáttökufjöldi er takmarkaður. Einnig bendum við á að sum stéttarfélög niðurgreiða þátttökugjöld og önnur selja gjafabréf frá Útivist - kannaðu hvað er í boði hjá þínu félagi.
Dagskrá Fjallfara 2020-2021 er sem hér segir:
Dags. |
Heiti |
Áætluð hækkun |
Áætluð vegalengd |
Tegund ferðar |
Gráðun |
12.08.2020 |
Blákollur |
350-400m |
6-7km |
Kvöldferð |
1 skór |
15.08.2020 |
Bláfell á Kili |
700-800m |
9-10km |
Dagsferð |
2 skór |
02.09.2020 |
Brekkukambur |
650m |
7km |
Kvöldferð |
2 skór |
12.09.2020 |
Stóra-Björnsfell |
700-800m |
12-14km |
Dagsferð |
3 skór |
03.10.2020 |
Kattartjarnaleið |
400-500m |
15-16km |
Dagsferð |
2 skór |
14.10.2020 |
Dyrafjöll |
350m |
6-7km |
Kvöldferð |
1 skór |
31.10.2020 |
Búrfell |
500-600m |
7-9km |
Dagsferð |
2 skór |
04.11.2020 |
Meðalfell |
400m |
8km |
Kvöldferð |
1 skór |
09.12.2020 |
Jólaævintýri Fjallfara |
- |
- |
Kvöldferð |
1 skór |
27.01.2021 |
Pálínuboð Fjallfara |
- |
- |
- |
- |
13.02.2021 |
Skógfellavegur |
300m |
17-19km |
Dagsferð |
2 skór |
24.02.2021 |
Óvissuferð |
- |
- |
Kvöldferð |
2 skór |
13.03.2021 |
Kóngsvegur 1. hluti |
Óveruleg |
21km |
Dagsferð |
2 skór |
17.03.2021 |
Þórðarfell |
250m |
8km |
Kvöldferð |
1 skór |
14.04.2021 |
Þyrill |
400m |
8km |
Kvöldferð |
1 skór |
24.04.2021 |
Kóngsvegur 2. hluti |
200m |
20km |
Dagsferð |
2 skór |
22.05.2021 |
Kvígindisfell |
500m |
10km |
Dagsferð |
2 skór |
26.05.2021 |
Geitafell |
400m |
9-10km |
Kvöldferð |
2 skór |
12.06.2021 |
Óvissuferð |
- |
- |
Dagsferð |
2-3 skór |
16.06.2021 |
Móskarðshnúkar |
7-800m |
8km |
Kvöldferð |
2 skór |
25.-27.06.2021 |
Lokaferð |
|
|
Helgarferð |
3 skór |
Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.
Athugið að dagskrá getur breyst fyrirvaralítið m.t.t. veðurs og utanaðkomandi aðstæðna. Fararstjórar áskilja sér rétt til að breyta ferðaáætlun af öryggissjónarmiðum.
Verð 62.900 kr.
Verð 62.900 kr.