Helgarferð Útivistarlífsins og Fjallfara

Dags:

fös. 11. okt. 2019 - sun. 13. okt. 2019

Brottför:

  • Skáli
Þessi viðburður er liðinn.

20110624_Básar_Jónsmessa_fyrsta_kvöld 017 - small.jpg

Helgarferð Útivistarlífsins og Fjallfara haustið 2019 verður haldin hátíðleg í Básum helgina 11.-13. október 2019. 

Lagt verður af stað frá BSÍ klukkan 17:00 og áætlaður komutími í Bása er um klukkan 20:00.  Stoppað verður á Hvolsvelli á leiðinni.  Þátttakendur koma sér fyrir og kvöldsamvera með léttu ívafi hefst klukkan 21:00 í matsal stóra skálans.

Á laugardegi verður boðið upp á fjallagraut og lýsi í morgunverð klukkan 8:00 og lagt af stað í áhugaverða gönguferð klukkan 9:00.  Komið til baka síðdegis og þátttakendur útbúa sér kvöldverð.  Kveikt verður upp í grillum til afnota fyrir þátttakendur.  Kvöldvaka að hætti Útivistar verður haldin með pompi og prakt í matsal stóra skála og hefst klukkan 20:30.

Á sunnudegi verður boðið upp á fjallagraut og lýsi klukkan 9:00.  Þá útbúa þátttakendur sér hádegisverð í nesti, ganga frá farangri í rútu og ganga frá skála.   Þennan morgun verður boðið upp á skemmtilega og afar áhugaverða göngu að Steinholtsjökli og um Steinholtsdal. Stutt samvera í matsal stóra skála klukkan 10:00, brottför frá Básum er klukkan 10:30.  Áætluð heimkoma á BSÍ klukkan 17:00.

Ferðin er eingöngu fyrir þátttakendur í Útivistarlífinu 2019, Fjallförum og maka þeirra.  Athugið að takmarkaður þátttökufjöldi er í ferðina - fyrstur kemur, fyrstur fær.  Hægt er að skipta greiðslum í tvennt, greiða 1.9.2019 og 1.10.2019, en þá þarf að bóka hjá skrifstofu félagsins í síma 562-1000.

Fararstjórar eru Kristjana Kristjánsdóttir og Guðmundur Örn Sverrisson

Verð 19.800 kr.
Verð 19.800 kr.

Nr.

1901UVL