Fjallfarar 2019-2020

Dags:

mið. 14. ágú. 2019 - sun. 28. jún. 2020

Brottför:

Þessi viðburður er liðinn.

Screenshot 2019-05-14 at 15.05.40.png

Fullbókað er í Fjallfara 2019-2020.  Hægt er að skrá sig á biðlista fyrir Fjallfara 2020-2021 með því að senda línu á utivist@utivist.is.

Við bendum áhugasömum um hópastarf Útivistar á Útivistarlífið.

Fjallfarar henta þeim sem þegar hafa tekið sín fyrstu skref í fjallgöngum og útivist og vilja ferðast drjúgar dagleiðir og skemmtilegar kvöldgöngur í góðra vina hópi.  Byrjendum og skemur komum bendum við á Útivistarlífið.  Rík áhersla verður lögð á liðsheild og félagsanda.  

Um er að ræða 10 kvöldgöngur, 9 dagsferðir og eina helgarferð.  Í kvöldgöngum og einstaka dagsferðum sameinast hópurinn í bíla en í öðrum ferðum verður ferðast í rútu.  Allajafna er brottför í kvöldgöngur kl. 18:00 á miðvikudegi og dagsferðir kl. 8:00 á laugardegi.

Lokaferðin er nokkuð krefjandi helgarferð um Vatnaleiðina á Snæfellsnesi.  Um trússaða helgarferð í rútu er að ræða þar sem einfaldur morgunverður og grillveisla á laugardagskvöldi er innifalin í þátttökugjaldinu.

Athugið að rútur í dagsferðum eru innifaldar í þátttökugjaldinu.

Athugið að þáttökufjöldi er takmarkaður.  Einnig bendum við á að sum stéttarfélög niðurgreiða þátttökugjöld og önnur selja gjafabréf frá Útivist - kannaðu hvað er í boði hjá þínu félagi.

Fararstjórar Fjallfara eru Guðrún Svava Viðarsdóttir, Björgólfur Thorsteinsson, Jóhanna Fríða Dalkvist og Guðmundur Örn Sverrisson.

Dagskrá Fjallfara 2019-2020 er sem hér segir:
Dags. Heiti Áætluð hækkun Áætluð vegalengd Tegund ferðar Gráðun
 14.08.2019 Trölladyngja 300m 7km Kvöldferð 1 skór
 17.08.2019 Skjaldbreiður  500m 9-11km Dagsferð 2 skór
 07.09.2019 Högnhöfði hringaður 500m  18km Dagsferð 2 skór
 18.09.2019 Hafnarfjall 7-800m 6-7km Kvöldferð 2 skór 
 25.09.2019 Fræðslukvöld - - Fundur
 12.10.2019 Hrafnabjörg  400m  15km Dagsferð 2 skór 
 23.10.2019 Haga- og Sýlingafell  250-300m  7km Kvöldferð  1 skór 
 06.11.2019 Fellaferð í Mosfellsbæ  200-300m  6-7km Kvöldferð  1 skór 
 23.11.2019 Selvogsgata (Grindarskörð-HFJ)  150-200m  14-16km Dagsferð 2 skór 
 04.12.2019 Jólaævintýri  150-250m 5-7km Kvöldferð  1 skór 
 22.02.2020 Kleifarvatn hringað  300-400m 17-19km Dagsferð  3 skór 
 26.02.2020 Óvissa á öskudegi  - - Kvöldferð  2 skór 
 11.03.2020 Húsfell  250m 8-10km Kvöldferð 2 skór 
 21.03.2020 Afmælisferð Útivistar-Keilir  250m 8-10km Dagsferð  2 skór 
 18.04.2020 Ó-ó-óvissuferð!  - - Dagsferð 
 29.04.2020 Miðdegishnúkur 500m 11km Kvöldferð 2 skór 
 16.05.2020 Dalaleið  800-900m 25-26km Dagsferð  3 skór
 27.05.2020 Ármannsfell  6-700m 10-11km Kvöldferð 2 skór 
 03.06.2020 Stóri-Hrútur  400m 7km Kvöldferð 1 skór 
 16.-17.06.2020 Leggjabrjótur á þjóðhátíðarnótt 500m 17-19km Næturferð 2 skór
26.-28.06.2020  Vatnaleiðin    53 km Helgarferð 3 skór
 
Athugið að dagskrá getur breyst fyrirvaralítið m.t.t. veðurs og utanaðkomandi aðstæðna.  Fararstjórar áskilja sér rétt til að breyta ferðaáætlun af öryggissjónarmiðum.
Verð 65.000 kr.
Verð 65.000 kr.

Nr.

1900P01