Fjallfarar 2020-2021

Dags:

fös. 14. ágú. 2020 - mán. 28. jún. 2021

Brottför:

Fjallfarar Útivistar er samhentur hópur sem gengur saman 20 skipulagðar göngur frá ágúst 2020 fram í júní 2021.  Að jafnaði er ein kvöldganga í mánuði og ein dagsferð með undantekningum þó en dagskránni lýkur með spennandi helgarferð. Í kvöldgöngum og einstaka dagsferðum sameinast hópurinn í bíla en í öðrum ferðum verður ferðast í rútu.  Allajafna er brottför í kvöldgöngur kl. 18:00 á miðvikudegi og dagsferðir kl. 8:00 á laugardegi.

Um er að ræða 10 kvöldgöngur, 9 dagsferðir og eina helgarferð.

Fjallfarar henta þeim sem þegar hafa tekið sín fyrstu skref í fjallgöngum og útivist og vilja ferðast drjúgar dagleiðir og skemmtilegar kvöldgöngur í góðra vina hópi.  Byrjendum og skemur komum bendum við á Útivistarlífið.  Rík áhersla verður lögð á liðsheild og félagsanda.

Dagskráin verður birt klukkan 10:00 þann 2. júní 2020 og skráning hefst á sama tíma.  Þú getur skráð þig á biðlista og fengið tölvupóst þegar opnað hefur verið fyrir skráningu með því að senda tölvupóst á netfangið utivist@utivist.is.

Verð 65.000 kr.
Verð 65.000 kr.

Nr.