Fjallabrall haustönn 2024 með helgarferð

Dags:

mið. 14. ágú. 2024 - lau. 30. nóv. 2024

Brottför:

Með helgarferð

Fjallabrall hefur fest sig í sessi sem gríðarlega vinsæll gönguhópur innan Útivistar síðan hann fór í gang á haustdögum 2022.

Hópurinn er ætlaður öllum þeim sem hafa einhverja reynslu af útivist og fjallgöngum. Erfiðleikastig ferða er 1-2 skór og miðað er við að dagsferðir séu ekki meira en um 15 km og hækkun í ferðum ekki meiri en um 600 metrar. Gengið er 2 sinnum í mánuði að meðaltali, ein kvöldferð og ein dagsferð.

Miðað er við að fólk fari á eigin bílum (nema í helgarferð þar sem verður farið í rútu). Í kvöldgöngunum hittist hópurinn kl. 18 en í dagsgöngunum hittist hópurinn ýmist kl. 8 eða kl. 9, sameinast í bíla og svo keyrir hópurinn í samfloti að upphafstað göngu.

Í ferðunum er aðal áherslan á að öllum líði vel. Allir eiga að geta notið sín í hópnum og mikið er lagt upp úr því að njóta útiverunnar saman. Þátttakendur fræðast um ýmsa hluti tengda göngum og útivist auk þess sem lagt er upp úr því að deila fróðleik tengdum svæðinu sem ferðast er um.

 

kvöldferð

14. ágúst

Sandsfjall

helgarferð

16.-18. ágúst

Helgarferð í Hólaskjól

kvöldferð

28. ágúst

Stóra Kóngsfell og Eldborg

dagsferð

15. sept

Dagsferð á Hengillinn

kvöldferð

25. sept

Hádegisfjall og Írafell

dagsferð

12. okt

Miðfell og Dagmálafell

kvöldferð

23. október

Vogastapi

dagsferð

2. nóv

Skálafell á Hellisheiði

kvöldferð

13. nóv

Kjalarnestá

dagsferð

30. nóvember

Aðventuóvissuferð

Innifalið í skráningu er fararstjórn í allar ferðir auk gistingar í skála og rútuferðar í helgarferð hópsins í Hólaskjól í ágúst. Athugið að gjald fyrir gistingu í helgarferð fæst ekki endurgreitt. 

Fararstjórar eru Fríða Brá Pálsdóttir og Hanna Guðmundsdóttir.

Athugið að dagskrá getur tekið breytingum með hliðsjón af veðurspám og aðstæðum að hverju sinni. Einnig að helgarferð verður einungis farin ef lágmarksskráning næst sem eru 16 manns.

Verð 69.500 kr.

Nr.

2400B02B