Fjallabrall vorönn 2023

Dags:

mið. 11. jan. 2023 - sun. 21. maí 2023

Brottför:

Þessi viðburður er liðinn.

Fjallabrall.jpg

Fjallabrall Útivistar fór í gang á haustdögum 2022 en hópurinn fékk gríðarlega góðar móttökur og verður því aftur á dagskrá árið 2023.  Hópurinn er ætlaður öllum þeim sem hafa einhverja reynslu af útivist og fjallgöngum. Gráðun ferða er 1-2 skór: Miðað við að dagsferðir séu ekki meira en um 15 km og hækkun í ferðum ekki meira en um 500 metrar. Gengið er 2x í mánuði að meðaltali, ein kvöldferð og ein dagsferð.

Í ferðunum er aðal áherslan á að öllum líði vel. Allir eiga að geta notið sín í hópnum og mikið er lagt uppúr því að njóta útiverunnar saman. Þátttakendur fræðast um ýmsa hluti tengda göngum og útivist, auk þess sem lagt er uppúr því að deila fróðleik tengdum svæðinu sem ferðast er um. Fararstjórar eru Fríða Brá Pálsdóttir og Hanna Guðmundsdóttir.

Athugið, hægt er að skrá sig í dagskránna með eða án helgarferðar og er skráning í gegnum þessa síðu með helgarferð innifalinni. Ef þú vilt skrá þig í dagskrá Fjallabrall án helgarferðar kostar það 30.500 kr og er bókunarsíða fyrir það hér.

Á vorönn byrjar starf Fjallabralls á opinni kvöldferð um Kýrskarð og Kúadali, en þá er öllum velkomið að mæta og máta sig við hópinn og fararstjóra.

Áskilinn er réttur að breyta dagskrá meðal annars vegna veðurs eða annarra aðstæðna.

11. jan 

opin kvöldferð

 Kýrskarð og Kúadalir

28. jan 

dagsferð

 Blikdalur

8. feb 

kvöldferð

 Vatnshlíðarhorn

26. feb 

dagsferð

 Gullbringa

15. mars 

kvöldferð

 Hafrahlíð og Lali

25. mars 

dagsferð

 Prestastígur

15. apríl 

dagsferð

 Reykjadalur - umhverfis Ölkelduhnúk

26. apríl 

kvöldferð

 Arnarhamar

6. maí 

dagsferð

 Gjáin í Þjórsárdal (háifoss - gjáin)

17. maí 

kvöldferð

 Sköflungur

19.-21. maí 

Sameiginleg lokaferð með
Fjallförum Útivistar 

 Þórsmörk - Básar

Verð 38.500 kr.

Nr.

2300B01