Fjallabrall

Dags:

mið. 24. ágú. 2022 - mið. 7. des. 2022

Brottför:

Fjallabrall er nýr hópur hjá Útivist og er ætlaður fólki sem hefur einhverja reynslu á fjallgöngum sem og þeim sem eru lengra komnir. Gráðun ferðanna er 1-2 skór en í flestum ferðum er einhver gönguhækkun þó að hámarki 500 metrar. Gengið verður reglulega fram til 7. desember eða 2-3 sinnum í mánuði en dagskrá hópsins hefst 24. ágúst með opinni ferð á Meðalfell þar sem fólki er velkomið að mæta og máta sig við fararstjóra og hópinn.

Miðað er við að fólk fari á eigin bílum í göngurnar. Í kvöldgöngunum hittist hópurinn kl. 18 en í dagsgöngunum hittist hópurinn kl. 9 (einstaka sinnum kl. 8) og svo keyrir hópurinn í samfloti að upphafstað göngu.

Í göngunum er farið yfir grunnatriði í útivist en auk þess fá þátttakendur fá útbúnaðarlista og nánari upplýsingar um hverja göngu í sérstökum facebook hópi Fjallabralls eða með tölvupósti fyrir þau sem þess óska.

Fararstjórar eru Hanna Guðmundsdóttir og Fríða Brá Pálsdóttir.

Dagskrá:

24.ágúst  Meðalfell. Kvöldferð (opin fyrir alla)
7.sept     Blákollur. Kvöldferð
10.sept   Þyrill. Dagsferð
2. okt     Búrfell í Grímsnesi. Dagsferð
12.okt    Æsustaðafell, Reykjafell og Skammidalur. Kvöldferð
22.okt    Krýsuvíkurgata. Dagsferð
2.nóv     Einbúi. Kvöldferð
19.nóv   Valahnúkar og Húsfell. Dagsferð
7.des     Jólaferð í Heiðmörk. Kvöldferð

Verð 29.000 kr.

Nr.

2200B01