Tindar í Tindfjöllum

Dags:

lau. 17. ágú. 2024

Brottför:

Brottför frá Mjódd kl 7:00

Í Tindfjöllum rísa hæst tindarnir Ýmir og Ýma. Í góðu veðri er stórkostlegt útsýni þaðan yfir Þórsmörk og Fjallabak, allt til Hrafntinnuskers og Háskerðings. Einnig blasir Suðurland við og Hekla virðist næstum innan seilingar. Ekið verður eins langt og fært er, að minnsta kosti að Tindfjallaseli. Þaðan verður gengið um Saxaskarð og Brúarskarð, yfir jökulskallann að sunnanverðum Ými og upp skarðið sem skilur að tindana tvo. Að lokinni göngu á báða tindana verður haldið til baka norðan þeirra. Vegalengd 14–18 km. Hækkun 700-900 m. Göngutími 7-8 klst.

Brottför frá Mjódd kl 7:00

Verð 26.000 kr.

Nr.

2408D01
  • Suðurland