Æsustaðafjall, Einbúi og niður í Torfdalsgil - Fellur niður vegna veðurs

Dags:

lau. 17. feb. 2024

Brottför:

Brottför frá Mjódd kl. 10:00

Þessi viðburður er liðinn.

Æsustaðafjall, Einbúi og niður í Torfdalsgil

Gangan hefst við Æsustaðafjall í Mosfellsdal og er gengið á það við Skammadal. Gengið er eftir fjallinu á milli allra Hnúka þess og yfir að Einbúa um Vetrarmýrarháls. Á Einbúa er gott að staldra við og njóta útsýnis í góðu skyggni. Þaðan er svo gengið í austur og niður í Torfdal og því næst niður Torfdalsgil. Þá liggur leiðin um Helgadal og til að loka hringnum eru síðustu kílómetrarnir gengnir á sveitaveginum meðfram Æsustaðafjalli í kyrrlátu og fallegu umhverfinu. Vegalengd 10-11 km.

Fararstjóri Hrönn Baldursdóttir

Verð 7.900 kr.

Nr.

2402D03