Eyrarfjall (476 m)

Dags:

lau. 11. nóv. 2023

Brottför:

kl. 09:00 frá Mjódd.

Þessi viðburður er liðinn.

Eyrarfjall er fremst í Hvalfirði og stendur stakt því Miðdalur nær hringinn í kringum það. Af fjallinu er gott útsýni yfir Hvalfjörð og nágrenni og er það frekar létt uppgöngu. Gangan hefst við gatnamót við túnið á Kiðafelli. Þar sjást gamlar leifar af járnbrautarvagni frá því í stríðinu. Gengið er eftir veginum inn Miðdal, inn fyrir tún, upp með girðinguni og upp vesturenda Eyrarfjalls. Þegar komið er upp á öxlina sést að fjallið er klofið af dalvepi, Stardal, og þarf að fara yfir litla á í botni hans til þess að komast á toppinn. Vegalengd 9 km. Göngutími 4 klst. Hækkun 400 m.

Innifalið í verði fararstjórn og rúta.

Verð 8.600 kr.

Nr.

2311D02