Klóarvegur

Dags:

lau. 28. okt. 2023

Brottför:

kl. 09:00 frá Mjódd.

Klóarvegur er gömul þjóðleið á milli Ölfuss og Grafnings. Farið verður frá Gufudal ofan Hveragerðis og gengið með Sauðá inn að Klóarfjalli. Þaðan verður haldið niður Tröllaháls með Kyllisfell á vinstri hönd. Á leiðinni sjást Kattartjarnir sem eru fornir hyldjúpir gígkatlar. Gengið um Laxárdal og niður með Súlufelli að Króki í Grafningi. Þar má sjá ummerki um stöðu Þingvallavatns til forna. Vegalengd 12-14 km. Göngutími 6 klst. Hækkun 300 m.

Innifalið í verði fararstjórn og rúta.

Verð 9.800 kr.

Nr.

2310D04