Dags:
lau. 19. ágú. 2023
Brottför:
kl. 08:00 frá Mjódd.
Gangan á Geirhnjúk hefst við suðurenda Hítarvatns, nánar tiltekið við Fjallhús. Gangan á fjallið er auðveld en löng. Leiðin liggur upp hlíðina um Skálarkamb, Snjódali og Þrætumúla. Þaðan er leiðin smáhækkandi norður á hátindinn. Í björtu veðri er útsýni vítt til allra átta. Eftir að toppnum er náð verður haldið niður að Hítarvatni og gengið norðan með vatninu áleiðis að Fjallhúsi. Vegalengd 16-18 km. Göngutími 7-8 klst. Heildarhækkun 750 m.
Innifalið í verði fararstjórn og rúta.