Dags:
lau. 12. ágú. 2023
Brottför:
kl. 08:00 frá Mjódd.
Smjörhnjúkar í Hítardal eru ægifagrir tindar upp af Þórarinsdal inn af Hítardal. Tindarnir skaga upp úr landslaginu og líta út fyrir að vera snarbrattir. Þaðan er mjög gott útsýni til allra átta yfir það sem sumir kalla snæfellsku alpana. Ekið verður inn að Hítarvatni. Gengið upp úr Þórarinsdal og þaðan um Löngubrekkur og hryggnum fylgt upp að tindunum. Vegalengd 12 km. Hækkun 600 m. Göngutími 5-6 klst.
Innifalið í verði fararstjórn og rúta.