Tröllakirkja á Kolbeinsstaðafjalli (862 m)

Dags:

lau. 5. ágú. 2023

Brottför:

kl. 08:00 frá Mjódd.

Austur af Eldborg á Mýrum rísa tvö glæsileg blágrýtisfjöll, Fagraskógarfjall og Kolbeinsstaðafjall. Hæsti hluti þess sem fjær er, Kolbeinsstaðafjalls, nefnist Tröllakirkja. Skýringar nafnsins er ekki langt að leita því bæði er þessi kambur líkur kirkju að lögun og einnig eru greinileg „tröll” framan við kirkjudyrnar. Frá þjóðveginum virðist Tröllakirkja algerlega ókleif en svo er þó ekki. Gangan hefst við bæinn Mýrdal. Gengið verður upp bratta hlíð um nýfallna skriðu uns komið er á sillu sem Snjódalur nefnist. Með því að smeygja sér gegnum skarð í kambinum má komast út á mosavaxnar klettasillur hinum megin hans og þræða þær allt þangað til toppnum er náð. Á toppnum er aðeins pláss fyrir lítinn hóp í einu. Vegalengd 8 km. Göngutími 4-5 klst. Hækkun 800 m.

Innifalið í verði fararstjórn og rúta.

Verð 11.300 kr.

Nr.

2308D01