Stóra Jarlhetta

Dags:

lau. 17. jún. 2023

Brottför:

kl. 08:00 frá Mjódd.

Þessi viðburður er liðinn.

Jarlhettur er tilkomumikil fjallaröð sem ber í Langjökul þegar horft er í norður frá Gullfossi. Sú tignarlegasta ber nafnið Stóra Jarlhetta og er einnig kölluð Tröllhetta. Gengið er frá Hagavatnsvegi í norður að Stóru Jarlhettu og austurhlíðin klifin. Staldrað verður við á toppnum því þar er gott að njóta útsýnis og nesta sig ef veður leyfir. Af fjallinu er víðsýnt til flestra átta. Af toppnum er haldið niður í Jarlhettudal og Jarlhettukvísl fylgt niður að Einifelli, þar sem rútan bíður okkar við skála F.Í. Vegalengd um 13 km. Göngutími 6 – 7 tímar. Hækkun 600 m.

Innifalið í verði fararstjórn og rúta.

Verð 11.300 kr.

Nr.

2306D03