Skálatindur í Esjunni

Dags:

lau. 6. maí 2023

Brottför:

kl. 09:00 frá Mjódd.

Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Skálatindur er á Esjunni norðanverðri og er 880 m hár. Gangan hefst við sumarbústaði við endann á Hjarðarholtsvegi í Kjós. Þaðan er gengið eftir hrygg milli dalanna á tindinn. Leiðin er greiðfær en fáeinir hjallar eða klif verða á vegi okkar en sléttara á milli. Tindurinn er ekki skýrt afmarkaður heldur er komið upp á aflíðandi bungu og þar segir GPS tækið að 880 metra hæð sé náð og hægt að fara niður aftur. Vegalengd 14 km. Göngutími 6-7 klst. Hækkun 850 m.

Innifalið í verði er fararstjórn.

Verð 3.900 kr.

Nr.

2305D01