Búrfell í Grímsnesi

Dags:

lau. 29. apr. 2023

Brottför:

kl. 09:00 frá Mjódd.

Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Upphafsstaður göngunnar er austan við túnin á bænum Búrfelli sem stendur sunnan undir fjallinu. Gengið er upp suðurhlíð fjallsins og haldið upp á brún þar sem lítið vatn blasir við. Síðan verður gengið umhverfis vatnið og haldið sömu leið til baka. Vegalengd 3 km. Göngutími 3 klst. Hækkun 450 m.

Innifalið í verði er fararstjórn.

Verð 3.900 kr.

Nr.

2304D05